Síðustu náttúrufræðitíma hef ég verið að læra um eldfjöll og virkni þeirra. Fyrst valdi kennarinn minn eldfjall sem ég átti síðan að setja inn upplýsingar um sem hún lét mig hafa upp í power point glærur, en ég fékk Vestmannaeyjar þótt ég hafi aðallega fjallað um eldgosið í heimaey árið 1973 því það er eina skiptið sem vitað er um sem gosið hafi í vestmannaeyjum. Svo fékk ég A4 blað sem var með römmum sem ég átti að skrifa punktana inní og þegar ég var búin að því þá fór ég í tölvur og hreinskrifaði textann , en svo las kennarinn yfir textann og lagaði villur. Eftir það fór ég inná google.is og fann myndir með góðum gæðum og pössuðu við textann á glærunni, en ég þurfti svo að hanna glærurnar sjálf svo ég mátti ekki velja eitthvað þema sem er tilbúið í power point. svo vistaði ég inná box.com og bloggaði síðan um verkefnið. Það sem ég lærði nýtt var mjög mikið en ég lærði t.d. að vestmannaeyjar stækkuðu um 20% vegna gossins, að sumir eyjamenn sinntu hjálparstarfinu líka, hvernig á að hanna glærur í power point, að 800 hús skemmdust eða grófust undir ösku og að Hjálmar Guðnason og Ólafur Granz höfðu verið fyrstir til að taka eftir gosinu. Mér gekk mjög vel að vinna þetta verkefni og fannst það mjög skemmtilegt, ég væri alveg til í að gera þetta aftur.
Hér getur þú séð glærukynninguna mína
Flokkur: Bloggar | 16.4.2013 | 15:42 (breytt 26.4.2013 kl. 20:42) | Facebook
Athugasemdir
Hehehe.........vinna aðeins betur heimavinnuna vinan. Það hefur ótalsinnum gosið hér í Vestmannaeyjum. Annars væri Vestmannaeyjar með sín fjöll og eyjar ekki vera til. Enn flest gosin voru fyrir óralöngu.
Vestmannaeyingur (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 19:41
Það stóð ekki í heimildum sem kennarin lét mig hafa
Birgitta Rut Skúladóttir, 26.4.2013 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.