Suður-Evrópa

Í samfélagsfræði hef ég verið að læra um suður Evrópu. Ég átti að velja mér 2 lönd til að fjalla um. ég valdi Spán og Ítalíu. Þegar ég var búin að ákveða hvaða lönd ég ætlaði að vera með þá átti ég að velja 3 atriði af nokkrum sem kennarinn var búin að ákveða. Svo átti ég að fara að finna upplýsingar í bókinni "Evrópa" áður en að ég mátti fara í tölvur og finna upplýsingar. Þegar ég var komin með allar upplýsingarnar átti ég að velja hvernig ég ætlaði að skila verkefninu ég gerði Spán í glogster og Ítalíu í Power point. Svo loks þegar ég var búin að vinna verkefnið átti ég að ger a kynningu til að kynna fyrir bekkinn. Ég lærði margt af þessu verkefni eins og t.d. að fyrstu mennirnir í Evrópu bjuggu á Spáni, að á Spáni væri ekki aðeins töluð spænska heldur einnig 3 önnur tungumál, að skakki turninn í Pisa hallar um 4 gráður og margt fleira. mér fannst þetta skemmtilegt  og mjög fræðandi verkefni. 

 

Hér getur þú séð verkefnið mitt um Spán LoL

   

 
 
 
 
 
 
 
Hér getur þú séð verkefnið mitt um Ítalíu LoL
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband