Í samfélagsfræði hef ég verið að læra um Tyrkjaránið sem gerðist í Vestmannaeyjum þann 16.júlí árið 1627.Ég byrjaði á því að fara inná arifrodi.com/Tyrkir og aflaði mér upplýsinga um þar. Eftir það skrifaði ég 4 fréttir í word sem uppkast og þá fór kennarinn yfir verkefnið. Svo lærði ég á nýtt forrit sem heitir Glogster en þar býr maður til plaköt og getur sett allskonar hluti eins og myndir, texta, hljóðbrot, video og margt fleira. Ég vistaði og límdi fréttirnar á plakatið mitt. Fréttirnar voru um Sængurkonustein, Hundraðmannahelli og fólkið sem faldi sig þar, brunann í Dönsku húsunum og ræningjatanga. Ég lærði margt eins og t.d. að ræningjarnir voru ekki bara Tyrkir, sögu sængurkonusteins, að ræningjarnir komu ekki inn í innsiglingu Vestmannaeyja og margt fleira. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt verkefni og væri alveg til í að gera svona verkefni aftur. Mér gekk vel að læra á glogster og að vinna verkefnið.
Hér getur þú séð fréttablaðið mitt um Tyrkjaránið
Flokkur: Bloggar | 23.9.2013 | 10:52 (breytt 11.10.2013 kl. 10:21) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.