Náttúrufræði

Í náttúrufræði hef ég verið að læra hvernig á að greina plöntur. Ég byrjaði á því að fara út á skólalóð til að finna mér plöntu til að greina. Ég fór með plöntuna inn og leita að plöntunni í bókinni "Íslensk flóra" eftir Ágúst H. Bjarnarson. Það gekk vel og fór ég þá að punkta niður upplýsingar sem ég setti svo í samfellt mál. Þegar kennarinn var búin að fara yfir þá hreinskrifaði ég á hvítt blað og pressaði plöntuna sem ég límdi svo á blaðið. Þetta gerði ég 3 sinnum því það átti að skila 2-3 verkefnum en ég greindi plönturnar Hjartaarfi, Krossfífill og Blóðberg. Ég pressaði ekki í öll skiptin því það var frjálst val í hvaða formi plantan væri á verkefninu. Mér gekk vel að vinna þessi verkefni og mér fannst það mjög skemmtilegt og áhugavert hvernig maður greinir plöntur.

Hjartaarfi 

 hjartaarfi

 

Krossfífill 

krossfífill

 

Blóðberg 

blóðberg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband