Íslenska - ritun

Í vetur hef ég verið að læra að rita eins og alvöru rithöfundur gerir. fyrst fékk ég bók sem ég átti að vinna alskonar lítil ritunarverkefni. Svo átti ég að gera frásögn og frjáls ritun á eftir því en ég gerði það með því að skrifa uppkast en svo fór kennarinn yfir en þegar kennarinn samþykkti það fékk ég að fara í tölvur og þegar ég var búin að því þá fór kennarinn aftur yfir það. Það var einnig tvær kynningar á ritunarverkunum þar sem allir í bekknum mínum áttu að semja texta sem átti að fá fólk til að lesa verkin sín, en eftir það var veisla þá mátti koma með nammi og gos en við máttum líka lesa verk annara. á endanum átti ég svo að vista sem PDF-skjal inná box.net og blogga síðan um ritun. Hér fyrir neðan getur þú svo séð ritunarverkin mín og ég hvet þig til að lesa þau.

 

Hrekkjavökupartý 

Fyrsta verkið var frásögn og það var um stelpu sem hélt upp á hrekkjavökuna með því að fá gesti í heimsókn þar sem þau borðuðu góðan mat, fóru í búninga og sníktu nammi. þótt hún hafi ekki boðið mörgum þá var mikið fjör enda var hún með skemmtilegt fólk í kringum sig. Forsíðan og baksíðan átti að vara handgerð en ég teiknaði hana á bleikt blað þá sem voru í veislunni og á baksíðuna skrifaði ég um frásögnina og smá um mig. 

 

 
 
 
 
 Einelti
 
Í frjálsri ritun ákvað ég að skrifa skáldsögu um stelpu sem hét Kamilla en hún þurfti að flytja og skipta um skóla en þar var hún lögð í einelti af nokkrum krökkum. Hún sagði ekki frá í ótta við það að krakkarnir yrðu leiðinlegri við hana en ef þú lest kemstu að því hvað hvort hún stoppar eineltið eða ekki. Í þessu verki voru önnur fyrirmæli um útlit á verkinu en það mátti gera forsíðu og baksíðu þó ég hafi ákveðið að gera alveg eins og í frásögnuni nema það að ég teiknaði auðvitað ekki sömu myndina. Ég var lengi með hana og var alveg síðust stundu að klára hana.
 
 
 

 
 
 
 
Mér gekk vel að vinna verkefnin og fannst það mjög gaman og mér hlakkar til að fara að vinna næsta ritunarverk.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband