Í trúarbragðafræði hef ég verið að gera verkefni í forritinu Word um börn sem lifa við stríð og fátækt. Ég byrjaði á því að fara inná heimasíðu Rauða krossins að finna upplýsingar um sjö lönd sem eru Sómalía, Hvíta-Rússland, Haítí, Palestína. Síerra Leone, Malaví og Gambía. Ég valdi nokkur aðalatriði úr textanum hjá Rauða krossinum og setti inn í Word skjalið en ég þurfti að orða þau með mínum eigin orðum. En svo þurfti ég að finna myndir. Ég lærði margt nýtt eins og að Rauði kross Íslands fer út um víða veröld aðeins til að hjálpa fólki sem þarf hjálp, Rauði krossinn starfar um allan heim og að næstum allt fólk sem vinnur þar er fólk sem býður sig fram til að hjálpa öðrum og að Í sumum löndum heitir Rauði krossinn "Rauði hálfmáninn" vegna trúarinnar.
Mér gekk mjög vel að vinna þetta og þetta sýnir okkur það að mun fleiri börn í heiminum búa við hræðilegar aðstæður en maður heldur.
Hér getur þú séð verkefnið mitt.
Flokkur: Bloggar | 4.1.2013 | 12:53 (breytt kl. 12:54) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.