Í landafræði hef ég verið að vinna í tölvum í forritinu Publisher. Ég átti að velja mér eitt land og ég valdi Danmörk. Ég fékk allar upplýsingar úr bókinni Norðurlönd. Fyrst skrifaði ég uppkast á blað og svo fór ég í tölvur að skrifa í Publisher. þegar ég var búin að skrifa þá þurfti ég að finna myndir sem pössuðu við textann. Myndirnar fann ég á leitarvefnum Google.is. Ég átti svo að vista verkefnið sem PDF-skjal og vista inn á Box.net. Ég lærði líka mjög mikið eins og hvernig á að nota publisher, hvað drottning Danmerkur heitir og ég lærði líka að LEGO kubburinn er mikilvægasta afurð Lego-fyrirtækisins. Mér gekk mjög vel að vinna þetta verkefni
Hérna getur þú séð verkefnið mitt.
Flokkur: Bloggar | 5.11.2012 | 11:46 (breytt 22.11.2012 kl. 21:02) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.