Færsluflokkur: Bloggar
Í náttúrufræði hef ég verið að læra hvernig á að greina plöntur. Ég byrjaði á því að fara út á skólalóð til að finna mér plöntu til að greina. Ég fór með plöntuna inn og leita að plöntunni í bókinni "Íslensk flóra" eftir Ágúst H. Bjarnarson. Það gekk vel og fór ég þá að punkta niður upplýsingar sem ég setti svo í samfellt mál. Þegar kennarinn var búin að fara yfir þá hreinskrifaði ég á hvítt blað og pressaði plöntuna sem ég límdi svo á blaðið. Þetta gerði ég 3 sinnum því það átti að skila 2-3 verkefnum en ég greindi plönturnar Hjartaarfi, Krossfífill og Blóðberg. Ég pressaði ekki í öll skiptin því það var frjálst val í hvaða formi plantan væri á verkefninu. Mér gekk vel að vinna þessi verkefni og mér fannst það mjög skemmtilegt og áhugavert hvernig maður greinir plöntur.
Hjartaarfi
Krossfífill
Blóðberg
Bloggar | 16.9.2013 | 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
In english classes ive been doing some projects like grammar, writing a book, do a book report and i was working in the books Hickory and Dickory. In the book report i was telling about a book named "the amazing days of abby hayes". The book that i was writing is short or a 1 page in word but it is about a queen named Jessica and she was the queen of a land named Kalulu. But one day she felt like having a ball at friday nigth. When there was one day to the ball everyone in the castle was preparing. At the ball everyone on the island showed up but there was one lady who nobody knowed who was.
Here can you see my story
Bloggar | 28.5.2013 | 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í trúarbragðafræði hef ég verið að læra um gyðinga og siði þeirra. Ég fékk það verkefni að skrifa um siðina inní word-skjal og setja svo hingað inn.Fyrst átti ég að fara á nams.is og fara þar í trúarbragðafræði og svo vefir, þar fór ég svo á trúarbragðavefinn og las um siðina. Þegar ég var búin að því skrifaði ég það síðan inn í mínum orðum, svo fór ég á google.is og fann myndir sem tengdust hverjum sið. Ég lærði margt af þessu verkefni eins og T.D. að gyðingar eru þeir sem stíga á glasið í brúðkauðum, að á páskunum þá eru þeir með disk með mat sem er táknrænn fyrir gyðinga á borðinu, að jarðarför verður að vera innan tveggja sólarhringa eftir andlát og að stelpur eru einu ári yngri en strákar þegar þær verða bat-mitzva. Mér gekk vel að vinna þetta verkefni og mér fannst það mjög gaman.
Hér getur þú séð verkefnið mitt:
Bloggar | 27.5.2013 | 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í vetur hef ég verið að læra að rita eins og alvöru rithöfundur gerir. fyrst fékk ég bók sem ég átti að vinna alskonar lítil ritunarverkefni. Svo átti ég að gera frásögn og frjáls ritun á eftir því en ég gerði það með því að skrifa uppkast en svo fór kennarinn yfir en þegar kennarinn samþykkti það fékk ég að fara í tölvur og þegar ég var búin að því þá fór kennarinn aftur yfir það. Það var einnig tvær kynningar á ritunarverkunum þar sem allir í bekknum mínum áttu að semja texta sem átti að fá fólk til að lesa verkin sín, en eftir það var veisla þá mátti koma með nammi og gos en við máttum líka lesa verk annara. á endanum átti ég svo að vista sem PDF-skjal inná box.net og blogga síðan um ritun. Hér fyrir neðan getur þú svo séð ritunarverkin mín og ég hvet þig til að lesa þau.
Hrekkjavökupartý
Fyrsta verkið var frásögn og það var um stelpu sem hélt upp á hrekkjavökuna með því að fá gesti í heimsókn þar sem þau borðuðu góðan mat, fóru í búninga og sníktu nammi. þótt hún hafi ekki boðið mörgum þá var mikið fjör enda var hún með skemmtilegt fólk í kringum sig. Forsíðan og baksíðan átti að vara handgerð en ég teiknaði hana á bleikt blað þá sem voru í veislunni og á baksíðuna skrifaði ég um frásögnina og smá um mig.
Bloggar | 26.4.2013 | 20:38 (breytt 27.6.2013 kl. 11:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðustu náttúrufræðitíma hef ég verið að læra um eldfjöll og virkni þeirra. Fyrst valdi kennarinn minn eldfjall sem ég átti síðan að setja inn upplýsingar um sem hún lét mig hafa upp í power point glærur, en ég fékk Vestmannaeyjar þótt ég hafi aðallega fjallað um eldgosið í heimaey árið 1973 því það er eina skiptið sem vitað er um sem gosið hafi í vestmannaeyjum. Svo fékk ég A4 blað sem var með römmum sem ég átti að skrifa punktana inní og þegar ég var búin að því þá fór ég í tölvur og hreinskrifaði textann , en svo las kennarinn yfir textann og lagaði villur. Eftir það fór ég inná google.is og fann myndir með góðum gæðum og pössuðu við textann á glærunni, en ég þurfti svo að hanna glærurnar sjálf svo ég mátti ekki velja eitthvað þema sem er tilbúið í power point. svo vistaði ég inná box.com og bloggaði síðan um verkefnið. Það sem ég lærði nýtt var mjög mikið en ég lærði t.d. að vestmannaeyjar stækkuðu um 20% vegna gossins, að sumir eyjamenn sinntu hjálparstarfinu líka, hvernig á að hanna glærur í power point, að 800 hús skemmdust eða grófust undir ösku og að Hjálmar Guðnason og Ólafur Granz höfðu verið fyrstir til að taka eftir gosinu. Mér gekk mjög vel að vinna þetta verkefni og fannst það mjög skemmtilegt, ég væri alveg til í að gera þetta aftur.
Hér getur þú séð glærukynninguna mína
Bloggar | 16.4.2013 | 15:42 (breytt 26.4.2013 kl. 20:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Undanfarnar þrjár vikur hef ég verið að vinna við það að gera tímarit í Publisher um hollustu og heilbrigði. Þetta var heimanám og skylda var að vinna í einn klukkutíma á dag í verkefninu. Fyrst þurfti ég að finna mér eitthvað til að fjalla um og svo afla mér upplýsinga. Ég setti allar upplýsingar inn í forritið Word og setti svo upplýsingarnar inn í Publisher. Þegar ég var búin að því setti ég myndir og hannaði blaðið en ég þurfti líka að gera forsíðu og baksíðu. Á forsíðunni átti að vera eitthvað sem tengdist hollustu og á baksíðunni átti að vera um höfundinn og álit hans á blaðinu en einnig áttu að vera upplýsingar um blaðið. Mér gekk mjög vel að vinna þetta verkefni því að ég fékk góða aðstoð og það var frekar létt að finna upplýsingarnar þótt að nokkrar greinar hafi verið erfiðar. Ég lærði margt að þessu eins og t.d. hvað það er nauðsynlegt að drekka vatn, hvað gott og heilbrigt mataræði skiptir máli og hvernig á að búa til tímarit og gera það lifandi svo einhver myndi lesa það. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og fróðlegt verkefni og ég væri til í að búa til annað tímarit
Hér getur þú séð tímaritið Hollustu og heilbrigði.
Bloggar | 15.2.2013 | 13:43 (breytt kl. 13:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í trúarbragðafræði hef ég verið að gera verkefni í forritinu Word um börn sem lifa við stríð og fátækt. Ég byrjaði á því að fara inná heimasíðu Rauða krossins að finna upplýsingar um sjö lönd sem eru Sómalía, Hvíta-Rússland, Haítí, Palestína. Síerra Leone, Malaví og Gambía. Ég valdi nokkur aðalatriði úr textanum hjá Rauða krossinum og setti inn í Word skjalið en ég þurfti að orða þau með mínum eigin orðum. En svo þurfti ég að finna myndir. Ég lærði margt nýtt eins og að Rauði kross Íslands fer út um víða veröld aðeins til að hjálpa fólki sem þarf hjálp, Rauði krossinn starfar um allan heim og að næstum allt fólk sem vinnur þar er fólk sem býður sig fram til að hjálpa öðrum og að Í sumum löndum heitir Rauði krossinn "Rauði hálfmáninn" vegna trúarinnar.
Mér gekk mjög vel að vinna þetta og þetta sýnir okkur það að mun fleiri börn í heiminum búa við hræðilegar aðstæður en maður heldur.
Hér getur þú séð verkefnið mitt.
Bloggar | 4.1.2013 | 12:53 (breytt kl. 12:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í stærðfræði hef ég verið að vinna í forritunum Excel og Word. Ég hef verið að vinna með súlurit, línurit og tölulegar upplýsingar um hvali sem eru í stærðfræðibókinni. Einnig hvernig ég á að gera þær litríkar og skemmtilegri að lesa. Ég lærði mikið eins og t.d. að færa upplýsingar og myndrit úr Excel og yfir í Word, hvernig best er að setja upp töflu með tölulegum upplýsingum upp í Word,hvernig á að setja lit og skreyta myndritin og upplýsingarnar og margt fleira. Mér gekk mjög vel að vinna þetta verkefni og mér fannst gaman að gera þetta verkefni.
Hérna getur þú séð verkefnið mitt.
Bloggar | 4.1.2013 | 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í náttúrufræði átti ég að velja mér einn hval til að gera myndband um í forritinu Photo story og valdi ég mér háhyrning. Ég lærði margt nýtt eins og til dæmis að búa til myndband í photo story, setja myndband inn á vefsíðuna Youtube.com. Ég setti allskonar upplýsingar um háhyrninga eins og t.d. hvað þeir eru stórir og margt fleira. Mér gekk mjög vel að vinna þetta verkefni og mér fannst það mjög gaman.
Hérna getur þú séð myndbandið mitt
Bloggar | 4.1.2013 | 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í landafræði hef ég verið að vinna í tölvum í forritinu Publisher. Ég átti að velja mér eitt land og ég valdi Danmörk. Ég fékk allar upplýsingar úr bókinni Norðurlönd. Fyrst skrifaði ég uppkast á blað og svo fór ég í tölvur að skrifa í Publisher. þegar ég var búin að skrifa þá þurfti ég að finna myndir sem pössuðu við textann. Myndirnar fann ég á leitarvefnum Google.is. Ég átti svo að vista verkefnið sem PDF-skjal og vista inn á Box.net. Ég lærði líka mjög mikið eins og hvernig á að nota publisher, hvað drottning Danmerkur heitir og ég lærði líka að LEGO kubburinn er mikilvægasta afurð Lego-fyrirtækisins. Mér gekk mjög vel að vinna þetta verkefni
Hérna getur þú séð verkefnið mitt.
Bloggar | 5.11.2012 | 11:46 (breytt 22.11.2012 kl. 21:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)